Fara í efni
29.09.2022 Fréttir

Vígsla á rampi og opnun minningarsjóðs Gunnars Karls síðastliðnna helgi

Daginn fyrir 28 ára afmæli Gunnars Karls var Minningarsjóður Gunnars Karls formlega opnaður og fyrsta úthlutun fór fram.

Deildu

Ásamt því var vígsla á rampi nr. 160 sem þeir hjá Römpum upp Íslands settu upp. Saman kom fjöldi fólks á brugghúsinu The Brothers Brewery til þess að fagna. Til gamans má geta að níu rampar hafa verið settir upp í Vestmannaeyjum í þessari lotu.

Fyrsti styrkurinn var veittur úr sjóðnum og hlaut Arna Sigríður Albertsdóttir hann. Hún er afrekskona með mænuskaða sem stundar og keppir í handahjólreiðum.

Hægt er að kynna sér sjóðinn nánar hér https://www.gunnarkarl.is/