Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að setja á laggirnar viðspyrnusjóð fyrir fyrirtæki í Vestmannaeyjum, til þess að bregðast við þeim óvæntu og sérstöku aðstæðum sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs Covid-19 veirunnar. Við úthlutun verður einkum horft til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Gríðarlegt tekjufall hefur orðið í ferðaþjónustu og við þeim aðstæðum hefur Vestmannaeyjabær ákveðið að bregðast með þessum hætti.
Sjóðurinn nýtur framlaga frá Vestmannaeyjabæ um allt að 5 m.kr. á árinu 2020. Vestmannaeyjabæjar fer með fyrirsvar fyrir sjóðinn og sér um umsýslu hans. Úthlutunarnefnd skipa fulltrúar bæjarráðs og bæjarstjóri.
Stefnt er að úthlutun úr sjóðnum síðar í þessum mánuði.
Hér er að finna upplýsingar um fyrirkomulag og úthlutun úrsjóðnum.
