Kosningarétt við forsetakosningar þann 27. júní nk. eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili hér á landi. Íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri og flutt hafa erlendis eiga kosningarétt í 8 ár frá flutningnum. Eftir þann tíma þurfa þessir aðilar að sækja um að vera teknir á kjörskrá hjá Þjóðskrá Íslands. Ef viðkomandi er ekki með gilda umsókn, 8 ár eða meira eru liðin frá flutningi og engin umsókn barst Þjóðskrá Íslands fyrir 1. desember 2019 er viðkomandi ekki á kjörskrá. Sjá nánari upplýsingar hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/forsetakosningar-2020/kjosendur-leidbeiningar/kosningarrettur-og-kjorskra/
Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili á viðmiðunardegi, þ.e. þremur vikum fyrir kjördag, þann 6. júní 2020. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.
