Fara í efni
20.12.2004 Fréttir

Viðburðarstjórnunarnám hlýtur styrk frá Byggðastofnun

Á fundi Byggðastofnunar þann 26. nóvember 2004 var samþykkt að styrkja Íþrótta- og viðburðastjórnunarnám á vegum Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja um kr. 3.000.000,- Styrkupphæðin kemur af fjárveitngu sem ríkisstjórnin ákvað þann 11. ma
Deildu
Á fundi Byggðastofnunar þann 26. nóvember 2004 var samþykkt að styrkja Íþrótta- og viðburðastjórnunarnám á vegum Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja um kr. 3.000.000,-
Styrkupphæðin kemur af fjárveitngu sem ríkisstjórnin ákvað þann 11. mars 2003 að verja til atvinnuþróunarverkefna og fól Byggðastofnun að ráðstafa.
Það er mikill fengur í styrk þessum svo hægt verði að standa sem best að því að námið geti hafist á fullu næsta haust.
Undirbúningsnámskeið fyrir viðburðastjórnunarnámið hefjast hjá Visku strax eftir áramót.  Sjá nánar í námsvísi visku sem kemur út í byrjun janúar 2005.
 
Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja