Fyrir helgina bjuggu öll börnin til bolluvönd sem þau fóru með heim með á föstudaginn. Á mánudaginn var bolludagurinn haldinn hátíðlegur, allir fengu bollur með sultu og rjóma.
Í dag var öskudegi fagnað með búningadegi og balli þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni við mikil fagnaðarlæti.
Viðburðarríkur morgun endaði á því að opið var á milli deilda. Þá mega börnin fara um allan skólann að leika sér, hitta systkin og vini af öðrum deildum.
