Fara í efni
19.11.2013 Fréttir

Vetrarþjónusta - snjóhreinsun og hálkueyðing

Markmið Vestmannaeyjabæjar er að veita skilvirka og hagkvæma vetrarþjónustu, sem stuðlar að öryggi vegfaranda og íbúa bæjarins.
Deildu
Snjómokstur eða snjóhreinsun

Snjóhreinsun: Snjór er hreinsaður af götum eða gönguleiðum með snjóruðningstækjum, gönguleiðir eru einnig handmokaðar.
Snjómokstur: Snjóhreinsun er fylgt eftir með mokstri á bíla og flutningi á losunarstað, ef ástæða þykir til.


Forgangsröðun í snjóhreinsun og hálkueyðingu:

Götur: Stofnbrautir og fjölfarnar safngötur njóta forgangs. Síðan koma aðrar safngötur, en húsagötur eru almennt ekki ruddar fyrr en að því loknu.

 

 

Gangstéttar: Gangstéttar á miðbæjarsvæðinu njóta forgangs þegar gangstéttar eru ruddar, að afloknum sjóruðningi gatna. Gangstéttar á öðrum svæðum eru almennt ekki ruddar fyrr en að því loknu.


Gönguleiðir:

Gönguleiðir á milli grunnskólanna og Íþróttamiðstöðvar ganga fyrir. Aðrar gönguleiðir almennt ekki ruddar.
Opna kort sem sýnir forgangsröðun gatna 

 

 

Við snjóhreinsun gatna er líklegt að við innkeyrslur myndist snjóruðningar, sem Vestmannaeyjabær sér ekki um að hreinsa.


Saltkistur:

Saltkistur eru staðsettar á nokkrum stöðum í bænum. Hægt er að óska eftir að settir verði upp saltkassar í þeim húsagötum þar sem aðstæður eru sérlega erfiðar, til dæmis í bröttum brekkum.


Snjóhreinsun fyrir einkaaðila:
Vestmannaeyjabær tekur ekki að sér snjóruðning/hreinsun fyrir einkaaðila, hvorki fyrir fyrirtæki eða einstaklinga
Verktakar í bænum sjá um slíka þjónustu og má þar nefna Gröfuþjónustu Brinks, sími 692-9022 og Íslenska Gámafélagið, sími 840-5820.


Umsjón, ábendingar og nánari upplýsingar:
Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja, Heiðarvegi 14, sími 488-2500.

Myndina tók Sigurgeir Jónasson