Vefur FÍV kom ekki nógu vel út. Könnun á opinberum vefsíðum
Hvað er spunnið í opinbera vefi var nafn á samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og forsætisráðuneytisins og lentu tveir vefir frá Vestmannaeyjum inn í könnuninni. Verkefnið hófst í maí og voru skoðaðir alls 246 vefir og var það Sjá ehf. sem sá um verkefnið.
Það var liður í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2004 til 2007, Auðlindir í allra þágu.
Vestmannaeyjar.is fékk ágætis einkunn og var í nítjánda til tuttugasta og sjötta sæti af 71 sveitarfélagi þegar innihald var skoðað. Varðandi nytsemi var vefurinn í 36. til 50. sæti en þegar aðgengi var skoðað var vefurinn í 61. til 66. sæti.
Vefur FÍV kom ekki eins vel út, var númer 235 til 239 af 240 þegar vefir stofnana með tilliti til innihalds voru skoðaðir. Vefurinn kom aðeins betur út þegar nytsemi var skoðuð, í sæti 186 til 204. Loks var vefurinn í 184. til 191. sæti þegar aðgengi var skoðað.
Af vef Suðurlands.is
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.