Fara í efni
21.06.2011 Fréttir

Vestmannaeyjar eru gestasveitafélag á Sólseturshátíðinni í Garðinum um næstu helgi.

Helgina 24. – 26. júní heldur sveitafélagið Garður sína árlegu sólseturshátíð.  Að þessu sinni bauð Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri Vestmannaeyjum að vera gestasveitafélag.
Deildu
 Vestmannaeyjabær kemur að  flutningi á tónlistarfólki, en valinn hópur tónlistarmanna frá Eyjum ætlar að troða upp í Garðinum.  Stærsti hluti þess tónlistarfólks, sem troðið hefur upp á Eyjakvöldunum á kaffi Kró sl. vetur er nú á leið í Garðinn.  Einnig er ætlar kór ÁTVR - átthagafélags Vestmannaeyja á höfuðborgarsvæðinu að skemmta sólseturshátíðargestum.
 
En það er margt annað í borði á metnaðarfullri hátíðardagskrá í Garðinum,  má þar nefna:
Myndlistasýningu Tolla,  Harmonikkuhljómsveit og Salsaband,   íþróttaviðburðir s.s. golfmót og kapphlaup, barna og unglingadagskrá, Friðrik Dór  og að lokum Carpenter showið með Regínu Ósk .
 
 
Sólseturshátíðin er auðvitað fyrirtaks upphitun fyrir goslokahátíðina í Eyjum 1. – 3. júlí.
 
Dagskránna í heild sinni má lesa á heimasíðu sveitafélagsins  www.svgardur.is