Fara í efni
19.12.2012 Fréttir

Vestmannaeyjahöfn óskar eftir starfsmanni

 
Vestmannaeyjahöfn óskar eftir starfsmanni í hafnarvörslu og önnur tilfallandi störf.
Starfið felst í hafnarvörslu, hafnarvernd, vigtun sjávarafla og öðrum störfum tengd hafnarstarfsemi.
 
Deildu
Um er að ræða vaktavinnu og eru laun samkvæmt kjarasamningi STAVEY og launanefndar sveitarfélaga.
Skilyrði er að viðkomandi hafi bílpróf og þar sem starfið tengist hafnarvernd er nauðsynlegt að skila inn sakarvottorði með umsókn.
Æskilegt að umsækjandi hafi lokið skipstjórnar eða vélstjórnarprófi.
Nánari upplýsingar veitir Sveinn Rúnar Valgeirsson á skrifstofu Vestmannaeyjahafnar eða í síma 897-1513.
Umsóknum skal skilað til á skrifstofu Vestmannaeyjahafnar í umslagi merktu:
Vestmannaeyjahöfn
Básaskersbryggju
900 Vestmannaeyjar
v/hafnarstarfsmaður 2012
eða í netfangið: sveinn@vestmannaeyjar.is fyrir 8.janúar 2013.
 
Vestmannaeyjahöfn