Verkið felst í innrétta Eldheima gosminjasafn sem byggt hefur verið yfir rústir Gerðisbrautar 10.
Byggingin er 1.340 m2 að grunnfleti, stálgrindarhús með um 1.130 m2 sýningar- og fundaraðstöðu á neðri hæð og 520 m2 á efri hæð og er opið á milli hæða. Til hliðar við sýningarsalinn er um 220 m2 geymslu- og tæknirými.
Verkið fellst í því að fullklára húsið að innan leggja gólfhitakerfi, leggja í gólf, pússa veggi, ganga frá gólfefnum loftum, innréttingum og hurðum Ásamt því leggja öll rafkerfi og koma fyrir ljósum. Ganga frá öllu vatnslögnum tengja hreinlætisbúnað og koma fyrir loftræsikerfum.
Verkinu skal lokið að fullu eigi síðar en 15 apríl 2014.
Útboðsgögn skal panta hjá TPZ teiknistofu ehf, Kirkjuvegi 23;. 900 Vestmannaeyjum, sími 481 2711, Netfang tpz@teiknistofa.is, og verða afhent á tölvutæku formi.
Tilboð verða opnuð á Skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmanneyjabæjar að Tangagötu 1 900 Vestmannaeyjum (2. hæð), þann 31. október 2013, kl 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar