Fara í efni
29.06.2010 Fréttir

Vestmannaeyjabær óskar eftir börnum til að selja merki Goslokahátíðarinnar

 
 
Vestmannaeyjabær óskar eftir duglegum börnum til þess að selja merki Goslokahátíðarinnar 2010.
Deildu
Þau börn sem hafa áhuga á að selja merkin eru hvött til þess að koma í Ráðhús Vestmannaeyja, á morgun miðvikudag frá kl. 09. Jafnframt verður hægt að koma á fimmtudag. Eru Eyjamenn hvattir til að taka vel á móti sölubörnum, kaupa merki og styrkja þar með uppbyggingu barnadagskrár goslokahátíðarinnar.