Markaðsstofa Suðurlands (MSS) er samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Suðurlandi. Hlutverk hennar er að vinna að ímyndarsköpun, þróun og markaðssetningu áfangastaðarins, með það að markmiði að auka komu gesta, lengja dvalartíma og styrkja tekjugrundvöll ferðaþjónustu í landshlutanum.
Samningurinn kveður meðal annars á um eftirfarandi:
MSS sinnir almennri markaðssetningu Suðurlands og heldur úti vefsíðunum south.is og sudurland.is, þar sem sérstök kynningarsíða fyrir Vestmannaeyjar er hluti af heildinni.
Sveitarfélagið tilnefnir sinn tengilið sem hefur umsjón með upplýsingamiðlun innan sveitarfélagsins og tekur þátt í Faghópi um ferðamál á Suðurlandi.
MSS aðstoðar sveitarfélögin við stefnumótun í ferðamálum og gerð umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Markaðsstofan sér um miðlun upplýsinga til ferðamanna, framleiðslu kynningarefnis og þátttöku í kynningar- og sölusýningum, bæði innanlands og erlendis, þar á meðal Mannamótum markaðsstofa landshlutanna.
MSS hefur frumkvæði að móttöku blaðamanna og ferðasala fyrir hönd sveitarfélaganna.
Með inngöngu í samstarfið hyggst Vestmannaeyjabær:
Styrkja stöðu Eyjanna sem hluta af sterku heildarmerki Suðurlands,
efla markaðsstarf bæjarins gagnvart innlendum og erlendum gestum,
treysta samstarf við önnur sveitarfélög á Suðurlandi,
og vinna að uppbyggingu og skipulagi ferðaþjónustu til framtíðar.
