Fara í efni
30.04.2021 Fréttir

Vestmannaeyjabær auglýsir lóð fyrir íbúðarhúsnæði að Kirkjuvegi 27.

Um er að ræða eina lóð fyrir íbúðarhúsnæði á hæð með kjallara og risi, hámarsstærð 350m2. Lóðin og skipulagsskilmálar eru sýndar á deiliskipulagsuppdrætti og greinagerð.

Deildu

Gögn með umsókn:
Einstaklingum ber að leggja fram greiðslumat frá viðurkenndri fjármálastofnun á greiðslugetu sinni í húsnæði. Fyrirtæki skulu leggja fram staðfestingu viðskiptabanka á greiðslugetu sinni.
Til þess að umsókn teljist gild þarf umsækjandi að vera í skilum við bæjarsjóð.
Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda vinnureglur um úthlutun lóða í Vestmannaeyjum nr. 131/2006. Gjaldskrár, skipulags- og byggingaskilmálar og allar aðrar upplýsingar liggja frammi á skrifstofu umhverfis- og framkvæmdasviðs að Skildingavegi 5.
Lóðin er byggingarhæf.
Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2021.

Sækja um lóð


30. apríl 2021
Umhverfis- og framkvæmdasvið