Fara í efni
28.10.2014 Fréttir

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir samstarfsaðilum um rekstur menningarhússins Kviku

Um er að ræða menningarhúsið Kviku sem stendur við Heiðarveg. Í húsinu er lögð áhersla á aðstöðu undir sviðslist og er þar m.a að finna sýningarsal með stóru sviði og rými fyrir um 120 sýningargesti. Þá er í húsinu rúmgott anddyri sem nýta má sem sýningarsal fyrir t.d. ljósmyndir og málverk, aðstaða til léttvínssölu, sjoppa, sýningarklefi fyrir kvikmyndasýningar ofl. 
 
 
 
Deildu
 Í húsinu er mjög gott aðgengi fyrir fatlaða og lyfta á allar hæðir. Á efstu hæðinni er unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir félag eldri borgara.
 
Leitað er að áhugasömum aðilum sem vilja taka þátt í að nýta húsið til eflingar á menningu og listum í Vestmannaeyjum, annast létt þrif, húsvörslu og annað sem við á.
Við mat á samstarfsaðilum verður horft til þess hvernig húsið verið sem best nýtt á hagkvæman hátt fyrir Vestmannaeyjabæ, framlög til menninga og lista, framlög til afþreyinga ofl.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Ingólfsdóttir, í síma 488-2000 eða á netfanginu margret@vestmannaeyjar.is