Fara í efni
20.04.2010 Fréttir

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir 1-2 samstarfsaðilum sem munu standa að sumarúrræðum fyrir börn sumarið 2010.

Þeir aðilar sem ætla að reka almenn sumarúrræði fyrir börn sumarið 2010 geta sótt um styrk til Vestmannaeyjabæjar til að auðvelda börnum með sérþarfir aðgang og  þátttöku í úrræðinu.
Deildu
Um er að ræða fjárhagsstyrk og viðbót við starfskrafta   í samræmi við þarfir barnanna sem sækja um þátttöku.
Skilyrði fyrir styrk er:
·         Fjöldi barna á námskeiði ekki færri en 10-12
·         Námskeiðstími   fari ekki undir sex vikum
·         Að möguleiki sé á heilsdagsvistun
·         Þess sé gætt að fjöldi starfsmanna sé nægilegur
·         Að alls öryggis sé gætt
·         Að farið sé eftir ákvæðum æskulýðslaga nr. 70/2007
·         Að börn með sérþarfir hafi forgang
Umsóknum ásamt dagskrá   og upplýsingum um væntanlegt fyrirkomulag, skipulag og stjórnun  skal skila til Jóns Péturssonar framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs.