Æskilegt er að umsækjendur hafi áhuga á og reynslu af að starfa með börnum, fötluðum sem ófötluðum. Ráðningartíminn er frá 17. ágúst. Starfstími er eftir hádegi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum STAVEY og Vestmannaeyjabæjar. Umsóknum skal skila í þjónustuver Ráðhússins. Umsóknarfrestur er til 17. júlí
Allar nánari upplýsingar má nálgast í þjónustuveri Ráðhússins í síma 488-2000.
Skráning barna í Frístundaver veturinn 2009-2010.
Frístundaver (lengd viðvera) verður starfrækt í Þórsheimilinu veturinn 2009-2010 fyrir nemendur í 1. – 5. bekk og fyrir fatlaða nemendur í 6. – 10. bekk.
Frístundaver opnar um leið og grunnskólinn byrjar og verður opið eftir hádegið alla virka daga skólaársins frá því að skóladegi nemenda lýkur til kl. 17.00. Fötluð börn og börn í 1. bekk hafa forgang.
Umsóknareyðublöð(inntökubeiðnir) fást í þjónustuveri Ráðhússins og á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Umsóknum skal fylgja staðfesting á greiðslufyrirkomulagi og skilist í þjónustuver Ráðhússins.
F.h. fjölskyldu- og fræðslusviðs
Erna Jóhannesdóttir
fræðslufulltrúi