Með nýju húsnæði fyrir knattspyrnulið, leikmenn og starfsfólk, verður liðsaðstaðan öll til fyrirmyndar, með nútímalegum aðbúnaði og horft til framtíðar. Í nýrri aðstöðu eru m.a. rúmgóðir búningslefar, góð sturtuaðstaða, heitir pottar, aðstaða fyrir sjúkraþjálfara, dómara, þjálfara og góð geymsluaðstaða.
Með þessum framkvæmdum er stigið fyrsta skrefið í uppbyggingu á allri aðstöðu til íþróttaiðkunar til framtíðar hjá Vestmannaeyjabæ.
Allir eru hvattir til að koma á föstudaginn og skoða aðstöðuna.
