Fara í efni
10.08.2023 Fréttir

Vestmannaeyingar orðnir 4600 talsins

Þann 2. ágúst sl., voru Vestmannaeyingar 4600 talsins

Deildu

Það var Sigurður G. Óskarsson sem var Vestmannaeyingur númer 4600, en hann er að flytja til Eyja með konu sinni, Anniku Vignisdóttur og tveimur börnum. Þess má geta að þau eru Eyjafólk sem hafa ákveðið að flytja aftur heim. Ekki hafa fleiri verið búsettir i Eyjum síðan 1997. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, afhenti honum blóm af þessu tilefni og bauð þau velkomin til Eyja.