Fara í efni
23.12.2025 Fréttir

Vestmannaeyingar eiga Vestmannaeyjar

Óbyggðanefnd kynnti í gær þann úrskurð sinn að Vestmannaeyjar allar, ásamt öllum skerjum og dröngum, eru eignarlönd og í eigu Eyjamanna sjálfra.

Deildu

Öllum kröfum ríkisins um annað er hafnað. Surtsey ein er undanskilin enda hefur hún aldrei talist eign Vestmannaeyjabæjar.
Þar með er væntanlega lokið málarekstri ríkisins á hendur Vestmannaeyjabæ um eignarhald á Vestmannaeyjum sem hófst í febrúar 2024.

Úrskurður Óbyggðanefndar er hér í heild sinni en á síðu óbyggðanefndar er meðfylgjandi útdráttur úr úrskurðinum.