Fara í efni
12.04.2022 Fréttir

Verktakaopnun nýju slökkvistöðvarinnar var haldin sl. föstudag

Vestmannaeyjabær bauð á verktakaopnun hjá slökkvistöðinni sl. föstudag en formleg vígsla verður haldin sem hluti af dagskrá á goslokunum og verður þá öllum bæjarbúum boðið að koma og skoða.

Deildu

Skóflustunga að nýrri slökkvistöð var tekin þann 14. mars 2020 og fyrsta steypan rann í mótin tveimur mánuðum síðar eða þann 13.maí 2020. Síðasta uppsteypan í byggingunni var svo 13. nóvember þegar steypt var á milli sperra. En 2. desember 2020 voru fánar dregnir að húni á Heiðarvegi 14 en þar með var nýja slökkvistöðin formlega risin. 

Það var bygginarfyrirtækið 2Þ ehf. sem byggði húsið. Eigendur 2Þ ehf. eru þau Þór Engilbertsson og Una Þóra Ingimarsdóttir. Auk 2Þ komu fjöldi undirverktaka að framkvæmdum við húsið. Þá var starfandi verkefnastjórn vegna byggingarinnar. Í henni sátu Kristín Hartmannsdóttir, Ólafur Þór Snorrason, Friðrik Pál Arnfinnsson og Jóhann Jónsson. Nýja slökkvistöðin er samtengd þjónustumiðstöðinni, þjónustumiðstöðin var töluvert mikið endurnýjuð og er meðal annars sameiginleg starfsmannaaðstaða þjónustumiðstöðvar og slökkvistöðvar.

Ljósmyndir: Bjarni Sigurðsson