Helstu verkefni:
Dagleg stjórnun og úrlausn verkefna á sviði umhverfis, gatna og veitna og verkstjórn vinnuflokks Þjónustumiðstöðvar
Næsti yfirmaður er rekstrarstjóri þjónustumiðstöðvar.
Hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg. Bílpróf skilyrði.
Meirapróf og stærri vinnuvélaréttindi æskileg.
Vinnutími frá 07.30-17.00 virka daga en nauðsynlegt að bregðast við verkefnum utan þess tíma ef þörf krefur.
Laun skv. kjarasamningi STAVEY/Drífanda og LS
Æskilegt að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Jónsson rekstrarstjóri þjónustumiðstöðvar í netfangi joi@vestmannaeyjar.is eða í síma 897-7540
Umsóknum skal skilað rafrænt til Ólafs Þórs Snorrasonar, framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs á netfangið olisnorra@vestmannaeyjar.is fyrir kl 16.00 þriðjudaginn 17. apríl 2018.
Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja er hluti af Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar ásamt Tæknideild, Vestmannaeyjahöfn, Fráveitu Vestmannaeyja og Slökkviliði Vestmannaeyja. Náin samvinna er með öllum stofnunum Vestmannaeyjabæjar.
Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja sinnir umhverfisþjónustu, gatnagerð og viðhaldi, þjónustu við Fráveitu ásamt öðrum tilfallandi verkefnum fyrir sveitarfélagið og er hluti af stoðkerfi sveitarfélagsins við stofnanir þess.