Fara í efni
04.10.2005 Fréttir

Verkefnisstjórn fundaði þriðjudag 4.okt.

Trausti Þorsteinsson verkefnastjóri hélt þriðja fund sinn með verkefnisstjórninni í dag þriðjudag. Fjórir fræðslufundir verða haldnir í þessum mánuði og verða opnir öllum bæjarbúum. Þar munu Guðmu
Deildu

Trausti Þorsteinsson verkefnastjóri hélt þriðja fund sinn með verkefnisstjórninni í dag þriðjudag. Fjórir fræðslufundir verða haldnir í þessum mánuði og verða opnir öllum bæjarbúum. Þar munu Guðmundur Heiðar Frímannsson, Þóroddur Bjarnason, Ingibjörg Auðunsdóttir og Guðmundur Engilbertsson hafa framsöguerindi. Fræðslufundirnir verða auglýstir nánar og kynntir meðal foreldra, nemenda og kennara sem og fyrir hinum almenna bæjarbúa. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta.

Eins og fyrr segir kom verkefnisstjórn stefnumótunar í skóla- og æskulýðsmálum saman til fundar í dag. Til umræðu var fyrirkomulag fræðslufunda og stefnumótunarfunda. Ákveðið var að fyrstu fræðslufundirnir yrðu haldnir 12. október og 13. október. Tveir aðrir fundir verða svo haldnir viku síðar þann 19. október og 20. október. Fundirnir hefjast kl. 20.00 og verða öllum opnir.

Þá var fram haldið umræðu frá síðasta fundi um mótun framtíðarsýnar bæjarfélagsins í skóla- og æskulýðsmálum. Við stefnumótun er slík sýn talin ein af mikilvægustu forsendum fyrir þróun stofnana. Hún er opinbert samkomulag og byggist á gildum, viðhorfum, tilgangi og markmiðum. Á fundinum var gengið frá drögum sem samkomulag var um að unnið yrði áfram með til næsta fundar.

Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.