Fara í efni
10.05.2021 Fréttir

Verkefnastjóri í öldrunarþjónustu

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir verkefnastjóra í öldrunarþjónustu hjá fjölskyldu- og fræðslusviði. Um er að ræða 60% stöðu. Starfið er á sviði öldrunarþjónustu.

Deildu

Tilgangur og markmið starfsins er þróun, samhæfing, eftirlit og sérhæfing í málaflokki öldrunarmála í samráði við framkvæmdastjóra sviðs og í samræmi við stefnumótun sveitarfélagsins, leiðarljós og markmið fjölskyldu- og fræðslusviðs. Áhersla er lögð á sérhæfingu varðandi málaflokk aldraðs fólks og öldrunarþjónustu.

Helstu verkefni verkefnastjóra:

· Hafa umsjón með og/eða taka þátt í þróunar- og stefnumótunarverkefnum innan málaflokks öldrunarþjónustu.

· Innleiða, endurskoða og kynna reglur/verklagsreglur í málaflokki öldrunarmála.

· Stjórnun og samræming vinnu í öldrunarþjónustu skv. nánari samkomulagi við yfirmann sviðs.

· Stjórnun og umsjón með þarfagreiningu í öldrunarþjónustu fjölskyldu- og fræðslusviðs

· Ráðgjöf, stuðningur og miðlun upplýsinga til þjónustuþega, stjórnenda og starfsmanna sviðsins.

· Kynning og fræðsla í málaflokki öldrunarmála

· Önnur verkefni innan málaflokks öldrunarmála sem starfsmanni kunna að vera falin af yfirmanni

Menntun og hæfniskröfur

· Háskólamenntun á sviði félags-, mennta- og/eða heilbrigðismála

· Reynsla af starfi innan málaflokksins

· Áhugi og þekking á öldrunarþjónustu

· Sjálfstæði og frumkvæði í starfi

· Góð samskipta- og skipulagshæfni

· Fjölbreytt tölvukunnátta

· Gott val á íslensku og færni í ræðu og riti

· Hæfni í þverfaglegu samstarfi

· Hreint sakavottorð í samræmi við lög

Viðkomandi Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Upplýsingar um starfið veitir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar. Netfang: jonp@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2000.

Umsóknarfrestur er til og með 25. maí 2021

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið jonp@vestmannaeyjar.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilsskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.