Fara í efni
20.11.2007 Fréttir

Verkefnastjóri hjá Vestmannaeyjabæ

Vegna aukinna verkefna óskar Vestmannaeyjabær eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í starf verkefnastjóra til tímabundinna starfa í eitt ár. Verkefnastjóri heyrir undir framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs og mun í starfi
Deildu

Vegna aukinna verkefna óskar Vestmannaeyjabær eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í starf verkefnastjóra til tímabundinna starfa í eitt ár. Verkefnastjóri heyrir undir framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs og mun í starfi sínu koma að fjölbreyttum og krefjandi framkvæmdum og viðhaldsverkefnum sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. verk- eða tæknifræðimenntun
  • Þekking og reynsla af stjórnun
  • Þekking og reynsla á sviði framkvæmda er nauðsynleg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu skulu sendar til Frosta Gíslasonar, framkvæmdastjóra Umhverfis-og framkvæmdasviðs, frosti@vestmannaeyjar.is, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið, sími 488-5030. Umsóknarfrestur er til 7. desember 2007.

http://www.vestmannaeyjar.is/umhverfissvid/