Mánudaginn 14. apríl voru afhent verðlaun í ritunarsamkeppni nemenda er stunda nám í sænsku í 10. bekk. Það var Madeleine Ströje Wilkens sendiherra Svíþjóðar sem veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í sendiherrabústaðnum við Fjólugötu.
Brosmildur hópur nemenda tók við viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu og það var Jóhanna Rut Óskarsdóttir, nemandi í 10. bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja sem hreppti aðalvinninginn sem er ferð til Svíþjóðar í sumar.
Verkefni nemenda var að skrifa ritgerð um gildi vináttunar eða minningar frá Svíþjóð og ber verðlaunaritgerðin titilinn ?Betydelsen av en vän". Þátttakendur í keppninni stunda allir fjarnám í sænsku hjá Tungumálaveri Laugalækjarskóla og er kennari þeirra Erika Frodell.
Á hverju ári stunda í kringum 100 nemendur nám í sænsku í staðin fyrir dönsku í grunnskólum landsins.
Vestmannaeyjabær óskar Jóhönnu Rut Óskarsdóttur hjartanlega til hamingju með frábæran árangur.
Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyja