Það styttist óðum í sumarið og er það mín von að við getum átt svipað sumar og í fyrra sem einkenndist af miklu lífi í lauginni og bænum öllum.
Verið er að vinna hörðum höndum við að laga trampólín rennibrautina og erum við að bíða eftir gormum sem í venjulegu árferði væru komnir. Enn á meðan er lendingarlaugin 15 gráður og eru margir sem fagna því enda sífellt fleirri sem stunda köldu böðin.
Opnunartími sundlaugarinnar:
Virka daga 06.15-21.00
Helgar 09.00-18.00
Sumardagurinn fyrsti 22. apríl 09.00-16.00
Uppstigningardagur 13. maí 09.00-16.00
Námskeið hjá starfsfólki 20. maí LOKAÐ
Hvítasunnudagur 23. Maí 09.00-16.00
Annar í hvítasunnu 24. Maí 09.00-16.00
-Grétar Þór forstöðumaður íþróttamiðstöðvar-
