Fara í efni
01.10.2004 Fréttir

Velheppnuðum leiklistarnámskeiðum lokið. Milli 80 og 90 ungmenni sóttu námskeiðin.

Nokkur orð um þjálfun og leiklistarkennslu í Vestmannaeyjum í framtíðinni.  Sjá pistil Guðnýjar og Drífu hér neðar. Eins og undanfarin ár stóðu Listaskólinn og Leikfélag Vestmannaeyja fyrir
Deildu

Nokkur orð um þjálfun og leiklistarkennslu í Vestmannaeyjum í framtíðinni.  Sjá pistil Guðnýjar og Drífu hér neðar.

Eins og undanfarin ár stóðu Listaskólinn og Leikfélag Vestmannaeyja fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir ungmenni á aldrinum 10 - 16 ára að frumkvæði fræðslu-og menningarsviðs.  Þátttaka var mjög góð.  Leiðbeinandi var leikstjórinn Þröstur Guðbjartsson leikstjóri, sem kominn er hingað til að leikstýra uppsetningu á Dýrunum í Hálsaskógi eftir Egner, sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Vestmannaeyja núna í haust.

Æfingar eru hafnar og fengu færri hlutverk en vildu að sögn stjórnarmeðlima L.V.  Þátttakendur á nýaftöðnu námskeiðum skiluðu sér vel á samlestur og eru nú nokkrir nýliðar að stíga sín fyrstu spor á leiksviði.  Í undirbúningi er að halda námskeið fyrir þá alyngstu þe. Frá 6 - 10 ára og verður það auglýst síðar.

Fræðslu- og menningarsvið fékk þær Guðnýju Kristjánsdóttur og Drífu Þöll Arnardóttur kennarar við Hamarsskólann sl. vetur til að sækja vinnusmiðju sem rekin er fyrir kennara á vegum Þjóleikhússins.  Hún er nú byrjuð aftur og eru þær með áfram.  Vonandi bætast fleiri kennarar við í vetur sem hafa áhuga á að þjálfa sig sérstaklega fyrir leiklistarkennslu, þar sem fræðsluyfirvöld Vestmannaeyjabæjar hafa áhuga á að koma leiklistarkennslu inn á stundatöflu grunnskólanna í náinni framtíð.  Leiklistarkennsla er þegar komin sem sérstakt fag inn í marga grunnskólana landsins.  Má nefna Hlíðarskóla í Reykjavík ofl.

Eftirfarandi pistill kom frá þeim stöllum Guðnýju og Drífu.

Námskeið fyrir kennara hafa verið haldin af Fræðsludeild Þjóðleikhússins undanfarin misseri. Í húsnæði Þjóðleikhússins hafa verið haldnar svokallaðar vinnusmiðjur u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Þessar vinnusmiðjur nýtast þeim kennurum sérstaklega sem kenna leiklist í sínum skólum.

Veturinn 2003-2004 voru undirritaðar sendar á vegum bæjarins á þessar vinnusmiðjur sem undirbúning fyrir leiklistarkennslu í grunnskólum bæjarins.

Meðal þess sem farið hefur verið í er leikritun, notkun rýmis á leiksviði, upphitunaræfingar og hópefli, leiklýsing, skuggaleikhús o.fl. Skipuleggjendur hafa reynt að hafa vinnusmiðjurnar sem fjölbreyttastar og í takt við þá vinnu sem fer fram í skólunum, bæði við leiklistarkennslu og uppsetningu skólaleikrita. Þessi vinna mun halda áfram í vetur, u.þ.b. mánaðarlega.

Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs Vestm.