Mikill áhugi ráðstefnugesta að koma á fót Surtseyjarstofu hérna í Vestmannaeyjum.
Umhverfisráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir m.a. að hún myndi leggjast á árarnar með heimamönnum, Surtseyjarfélaginu og öðrum til að svo geti orðið. Pallborð var í lokin og bárust fjölda fyrirspurna úr sal.
Ráðstefnan var haldin á vegum umhverfisráðuneytisins og bæjarstjórnar Vestmannaeyja í samvinnu við Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Suðurlands og Surtseyjarfélagið. Arnar Sigurmundsson formaður bæjarráðs var fundarstjóri. Ráðstefnan var vel sótt og gerðu gestir góðan róm að fróðlegum erindum og upplýsingum sem komu fram á ráðstefnunni. Lúðvík Bergvinsson forseti bæjarstjórnar sleit henni um kl. 18.00 og þá bauð umhverfisráðherra ráðstefnugestum upp á veitingar.
Ráðstefnan um málefni Surtseyjar var haldin í Akoges salnum í Vestmannaeyjum föstudaginn 23. september kl. 13.00 til 17.00. Ráðstefnan varr ókeypis og öllum opin og komu fram margar fyrirspurnir úr sal til pallborðsins. Dagskrá var eftirfarandi:
Setning - Sigríður Anna Þórðardóttir, umhvefisráðherra
Starfsemi Surtseyjarfélagsins, Steingrímur Hermannsson
Rannsóknir í Surtsey
Myndun og mótun Surtseyjar, Sveinn Jakobsson
Landnám plantna, Borgþór Magnússon
Landnám dýra, Erling Ólafsson
Lífríki botnsins, Erlingur Hauksson
Verndun Surtseyjar
Verndun í fortíð og framtíð, Strurla Friðriksson
Forsendur verndunar, Árni Bragason
Surtseyjarstofa, hugmyndir bæjarfélagsins, Bergur E. Ágústsson, bæjarstjóri
Pallborð og umræður
Ráðstefnuslit, Lúðvík Bergvinsson forseti bæjarstjórnar
Ráðstefnustjóri, Arnar Sigurmundsson, formaður bæjarráðs.
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.