Fara í efni
14.11.2005 Fréttir

Velheppnuð helgi

Bæjarbúar fjölmenntu á hina ýmsu viðburði sem boðið var upp á í tengslum við Nótt safnanna. Dagskráin hófst á föstudagskveldið með hugvekju í Stafkirkjunni og kórsöng, og endaði með frábærum tónleik
Deildu

Bæjarbúar fjölmenntu á hina ýmsu viðburði sem boðið var upp á í tengslum við Nótt safnanna. Dagskráin hófst á föstudagskveldið með hugvekju í Stafkirkjunni og kórsöng, og endaði með frábærum tónleikum Helgu og co í Flugstöðinni. Viljum koma kæru þakklæti til allra sem komu að dagskránni og ekki síst bæjarbúum fyrir áhugann.

Ýmsir hafa komið að máli við okkur hjá fræðslu- og menningarsviði hvort ekki megi dreifa dagskránni á fleiri daga eða etv. á tvær helgar. Við munum hafa þessar ábendingar í huga. Látum fylgja mynd af þátttakendum í nýju samstarfsverkefni milli safnanna og Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum sem nefnist Saga Vestmannaeyja. Sá dagskrárliður hófst í Byggðasafninu kl. 18.00 í gær þar fluttu nemendur stuttar og skemmtilegar kynningar á verkefnum sínum eftir að Ragnar Óskarsson kennari þeirra hafði upplýst okkur um vinnuferlið og framkvæmd. Safnafólkið á heiður skilið fyrir sinn þátt og kom það fram í framsögu og umræðum á eftir að með þessu móti væri verið að gera söfnin enn áhugaverðari og lifandi. Þökkum öllum hlutaðeigendum.

Minnum fólk að skoða nú nýja vefinn Heimaslóð og taka þátt í ævintýrinu, www.heimaslod.is

Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyja.