Fara í efni
11.11.2005 Fréttir

Velheppnaðir stefnumótunarfundir

Unglingarnir mættu afar vel og vert er að hrósa þeim sérstaklega fyrir áhuga og góða þátttöku.Um 150 manns komu á stefnumótunarfundi sem Trausti Þorsteinsson, Sigríður Síta Pétursdóttir
Deildu

Unglingarnir mættu afar vel og vert er að hrósa þeim sérstaklega fyrir áhuga og góða þátttöku.

Um 150 manns komu á stefnumótunarfundi sem Trausti Þorsteinsson, Sigríður Síta Pétursdóttir og Guðmundur Engilbertsson frá skólaþróunarsviði HA ásamt starfsfólki fræðslu- og menningarsviðs héldu með nemendum, foreldrum, starfsfólki og fagmönnum skóla- og íþróttamála í gær. Fundirnir voru haldnir í samræmi við ákvörðunartöku verkefnisstjórnar vegna nýrrar skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ sem verið er að skrifa og móta. Fundarhöldunum lauk svo með fundi verkefnisstjórnar í gærkvöldi.

Nú leggjast norðanmenn yfir að vinna úr þessum gögnum, senda síðan á verkefnisstjórn til frekari vinnslu. Þegar þeirri vinnu lýkur munu fyrstu drög að nýrri skóla- og æskulýðsstefnu Vestmannaeyjabæjar verða lögð fyrir bæjarbúa, sem fá tækifæri á að koma með athugasemdir og ábendingar.

Fundargerðir verkefnisstjórnar má finna á vef Vestmannaeyjabæjar.

Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.