Elliði Vignisson bæjarstjóri opnaði myndlistarsýningu í Gamla Áhaldahúsinu, og tók á móti sjóbókum sem fjölskylda Ernst Kettlers kvikmyndagerðarmanns afhenti bænum til eignar. Hátíðin var vel sótt eins og velnjulega og met þátttaka var í göngumessunni.
Goslokahátíð var haldi með hefðbundnum hætti um helgina. Hátíðin hófst formlega á opnun myndlistarsýningar í Vélasalnum. Þar var einnig tekið sértaklega á móti Ernst Kettler kvikmyndagerðarmanni, en hann kom færandi hendi og afhendi bæjarstjóranum safn verðmætra sjóbóka frá 1918 -1932, sem hann bjargaði í gosinu.
Hátíðin hélt svo áfram með suðurhafssiglingu sem þótti einstaklega vel heppnuð. Á laugardag var gengið á Heimaklett undir leiðsögn Friðbjörns Valtýssonar, fjölmennt var á hinum árlega sparisjóðsdegi, skilti sem sýnir húsið Blátind fyrir gos var afhjúpað og svo var tískusýningin í Skvísusundi vel tilfundin nýjung á dagskránni.
Á laugardagskvöld var fjölmennt í Skvísusundi en talið er að þar hafi um 2000 mann skemmt sér fram eftir nóttu, veðrið var hið besta og lögreglan segir allt hafa farið skikkanlega fram.
Hátíðinni lauk svo á sunnudag með hefðbundinni göngumessu sem var óvenju fjölmenn en á þriðja hundrað manns tóku þátt í henni. Göngunni lauk niður á Skans þar sem borin var fram ljúfeng súpa í boði sóknarnefndar Landakirkju.
Fræðslu - og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar