Fara í efni
19.12.2024 Fréttir

Vel heppnað jólabingó eldri borgara

Í byrjun vikunnar hélt öldrunarþjónustan jólabingó fyrir eldri borgara í félagsheimilinu Kviku. 

Deildu

Spilað var upp á frábæra vinninga frá Heimadecor, Póley, Sölku, Litlu skvísubúðinni og Heildverslun Karls Kristmanns. Þátttakan var góð og eftir bingóið var boðið upp á spjall, kaffi og piparkökur.

Öldrunarþjónustan þakkar öllum þeim fyrirtækjum sem hafa stutt við starfið á árinu sem er að líða. Öldrunarþjónustan óskar öllum bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. 

Jólakveðja
Thelma og Kolla