Íbúaþing Vestmannaeyjabæjar og Alta heppnaðist mjög vel og komu fjölmargar ábendingar fram um hvað betur megi fara og einnig um hvað vel er gert.
Þátttaendur í íbúaþinginu tóku virkan þátt í að koma skilaboðum sínum á framfæri.
Vestmannaeyjabær þakkar þeim sem tóku þátt og komu að þinginu á einn eða annan hátt, kærlega fyrir.
Niðurstöður íbúaþingsins verða kynntar á opnum fundi fyrir alla bæjarbúa fimmtudagskvöldið 28.febrúar kl: 20:00 í Höllinni.