Fara í efni
11.02.2014 Fréttir

Veitingarekstur í Eldheimum

Vestmannaeyjabær óskar eftir áhugasömum aðilum til þess að reka matsölu- eða veitingastað í Eldheimum, gosminjasafni Vestmannaeyja. 
Deildu
Óskað er eftir því að áhugasamir sendi Vestmannaeyjabæ skriflega greinargerð þar sem þeir geri grein fyrir framtíðarsýn sinni gagnvart veitingasölu í safninu, rekstri, hugmynd af matseðli og hverju því sem viðkomandi telur mikilvægt að komi fram. Í greinargerðinni skal tilgreina reynslu og þekkingu af rekstri.
 
Áhugasamir aðilar þurfa að skila greinargerð sinni á netfangið margret@vestmannaeyjar.is eigi síðar en föstudaginn 28. febrúar 2014. Frekari upplýsingar eru veittar á þessu netfangi. Vestmannaeyjabær áskilur sér rétt til að ganga til samninga við aðila eða hafna öllum.