Fara í efni
28.07.2009 Fréttir

Veiðar á lunda 2009

 
Lundaveiði í Vestmannaeyjum sumarið 2009.
Deildu
 
 
Vestmannaeyjabær, Náttúrustofa Suðurlands og Bjargveiðimannafélag Vestmannaeyja hafa gert með sér samkomulag um nytjar og rannsóknir á lunda fyrir veiðitímabilið 2009.
 
Samkvæmt því samkomulagi eru veiðar heimilaðar á tímabilinu frá og með 25. júlí til og með 29. júlí 2009.
 
Öllum veiðimönnum og veiðifélögum er skylt að skila veiðitölum til Náttúrustofu Suðurlands í lok veiðitímabilsins, eigi síðar en 1. september 2009. Allur afli skal einnig aðgengilegur vísindamönnum hjá Náttúrustofu Suðurlands til aldursgreininga og rannsókna.
 
Veiði á heimalandinu er bönnuð nema í gegnum veiðifélög sem hafa umsjón og eftirliti með veiðunum og greiði gjald fyrir nytjarétt líkt og önnur úteyjarfélög.
 
Í almenningi, Sæfjalli, geta allir veitt sem hafa veiðikort. Veiðimenn sem veiða í almenningi ber að skila aflatölum til Náttúrustofu Suðurlands í lok veiðitímabilsins. Ekki þarf að vera meðlimur í sérstöku veiðifélagi til að mega stunda veiðar í almenningi.
 
Þau félög sem ekki fylgja þessum reglum missa veiðiréttinn og verður sagt upp leigu á nytjarétti á viðkomandi svæði eða eyju.
 
Náttúrustofa Suðurlands ætlar að taka myndir af stórum hluta þeirra lunda sem veiðast í sumar til að fá hugmynd um aldursdreifingu aflans. Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Náttúrustofuna í síma 481-2683 eða 897-7583 áður en gert er að afla.
 
Nánari upplýsingar eru veittar á Náttúrustofu Suðurlands og hægt er að nálgast samkomulagið í heild á slóðinni www.vestmannaeyjar.is
 
 
 
 
 
Vestmannaeyjum 21.júlí 2009.
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar