Hér fyrir neðar er listi yfir þau félög sem fengu úthlutað rekstrarstyrk sl. föstudag að fenginni tillögu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og með samþykkt IBV-Héraðssambands.
· ÍBV-íþróttafélag: Með um 390 iðkendur, 23 keppnisflokka í handbolta og fótbolta.
· Félagið er með 22 unglingaþjálfara
· 1.200.000.-
· Fimleikafélagið Rán: Með um 150 iðkendur, félagið er með 9 unglingaþjálfara og 3 aðstoðarþjálfara
· 430.000.-
· Ungmennafélagið Óðinn:
· Með um 60 iðkendur, félagið er með 2 unglingaþjálfara og einn aðstoðarþjálfara.
· 190.000.-
· Sundfélag ÍBV:
· Með um 26 iðkendur, félagið með 2 þjálfara, einn yfirþjálfara á launum allt ári.
· 180.000.-
· Körfuknattleiksfélag ÍBV:
· Með um 50 iðkendur, félagið með 1 unglingaþjálfara sem er einnig þjálfari meistaraflokks.
· 150.000.-
· Golfklúbbur Vestmannaeyja:
· Golfskóli á sumrin um 140 iðkendur í golfskóla yfir sumarið, ekki skipulagðar æfingar yfir vetrartímann, 4 þjálfarar yfir sumarið.
· 180.000.-
· Íþróttafélagið Ægir:
· Það eru 8 iðkendur hjá félaginu þau eru með einn þjálfara í boccia. Fara í 1 - 2 keppnisferðir á ári.
· 100.000
· Hnefaleikafélag Vestmanneyja:
· Það eru 12 iðkendur hjá félaginu, enginn þjálfari á launum.
· 70.000.-
Samtals úthlutað 2.500.000 kr.
Þessi tillaga er unnin út frá nýjum viðmiðunarreglum vegna samstarfssamnings á milli Vestmannaeyjabæjar og Íþróttabandalags Vestmannaeyja vegna styrkja til barna- og unglingastarfs félaga innan Íþróttabandalags Vestmannaeyja. Reglur þessar voru samþykktar af menningar-og tómstundaráði þann 5. apríl 2005.
Ólöf A. Elíasdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.