Vestmannaeyjabær greiðir árlega rekstrarstyrk til aðildarfélaga ÍBV - héraðssambands að tillögu menningar- og tómstundaráðs Vestmannaeyja. Úthlutun styrksins er unnin í samráði við ÍBV - héraðssambands í samræmi við reglugeð. Rekstarstyrkurinn er veittur vegna þjálfunar og leiðsagnar barna á aldrinum 6 - 18 ára. Við úthlutun er sérstök áhersla lögð á að styrkja starf með ungmennum á aldrinum 13 - 18 ára vegna mikils brottfalls úr skipulögðu íþróttastarfi.
Umsóknareyðublöð og viðmiðunarreglur liggja fyrir í Ráðhúsinu og á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar undir ?Auglýsingar og umsóknir" (vestmannaeyjar.is).
fh. MTV
Jón Pétursson framkvæmdastjóri
fjölskyldu- og fræðslusviðs