Fara í efni
04.12.2012 Fréttir

Útgáfuteiti

 Til heiðurs Árna Árnasyni símritara, í Safnahúsi, Sagnheimum og Byggðasafni laugardaginn 8. desember kl. 13-14.30
 
Deildu
 
13:00-13:10 Blítt og létt flytja lag við texta eftir Árna.
13:10-13:20 Katrín Gunnarsdóttir: Ávarp.
13:20-13:25 Sigurgeir Jónsson: Um útgáfuna, kynningarorð.
13:25-13:35 Blítt og létt flytja lag við texta eftir Árna.
13:35-13:40 Erpur Hansen: Fræðilegt gildi verka Árna.
13:40-13:50 Marinó Sigursteinsson afhendir fyrstu eintökin.
13:50-14:00 Leikið á fiðlu Árna eldri.
14:00-14:15 Kristinn R. Ólafsson les úr bókinni.
14:15-14:30 Brot úr heimildamynd Heimakletts, mannlífið í Eyjum upp úr 1950. Boðið er upp á kaffi, tertur og Álseyjarbollur. Kári Bjarnason fundarstjóri.
 
Bókin verður til sölu á laugardeginum og sunnudeginum í Safnahúsinu kl. 13-17.
 
Á föstudeginum 7. desember kl. 17:00-17:30 verða í Einarsstofu flutt viðtöl sem Árni símritari tók við Fríði Lárusdóttur (1880-1959), móðursystur sína og Engilbert Gíslason (1877-1971), málara. Um er að ræða efni úr fórum Heimakletts og er dagskráin í samstarfi við afkomendur Engilberts.