Framkvæmdarleyfið var gefið út þann 16. febrúar 2023 í samræmi við ákvæði skipulagslaga og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772 frá 2012. Álit Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar, skv. ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000, liggur fyrir í áliti Skipulagsstofnunar frá 29. desember 2022.
Framkvæmdaleyfið og tengd gögn má nálgast hér að neðan eða hjá skipulagsfulltrúa á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2530.
Í samræmi við 4. gr. laga nr. 130 frá 2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, er vakin athygli á því að þeir sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta sem og umhverfis- og útivistarsamtök með minnst 30. félaga, enda samrýmist tilgangi samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að, geta kært útgáfu leyfisins innan mánaðar frá birtingu auglýsingar í lögbirtingablaðinu sem er fyrirhuguð 22. febrúar nk. til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Borgartúni 21, 105 Reykjavík, sjá nánar heimasíðu nefndarinnar uua.is.
Gögn vegna framkvæmdaleyfisins eru hér að neðan:
Framkvæmdaleyfi fyrir flutningbögglabegs, jarðvegsfyllingu og sjóborholur á lóð við Viðlagafjöru 1
Gögn frá Icelandic Land Farmed Salmon má sjá hér að neðan:
