V1202 Sorphirða í Vestmannaeyjabæ 2012-2015
Vestmannaeyjabær auglýsir útboð á sorphirðu frá heimilum í Vestmannaeyjum. Um er að ræða 1650 heimili og er magn sem þarf að hirða um 900 tonn á ári.
Í Vestmannaeyjum fer fram frekari flokkun á sorpi frá heimilum og eru 3 tunnur við hvert heimili auk þess sem gler er sett í poka.
Lagt er upp með að sorphirða fari fram í 50 skipti á ári frá hverju heimili.
Reiknað er með að verktími hefjist 1.spetember 2012 í báðum tilfellum.
Heimilt er að bjóða í verkin saman ef áhugi er fyrir hendi.
Bæði verkin eru auglýst á evrópska efnahagssvæðinu
Útboðsgögn skal panta hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar, Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjum, sími 488 2530. Netfang olisnorra@vestmannaeyjar.is, og verða þau afhent á tölvutæku formi.
Tilboð verða opnuð á Skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmanneyjabæjar að Tangagötu 1 900 Vestmannaeyjum (2. hæð), þann 6. júlí 2012, kl 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar