Verkið er áfangaskipt og eru 2 áfangar þess boðnir út nú. Verkið felur í sér að grafa, draga í eða plægja niður ljósleiðararör frá dreifistöðvum kerfisins inn á heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjabæ, setja niður tengiskápa, bora inntök í hús, ásamt frágangi lagnaleiðar innanhúss. Verkkaupi leggur til allt efni í verkinu.
10.12.2021
Útboð, Jarðvinna - ljósleiðaravæðing Vestmannaeyjabæjar
EFLA verkfræðistofa óskar eftir tilboðum í jarðvinnu við lagningu ljósleiðarakerfis fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar. Verklok eru eigi síðar en 1. desember 2022.
