Verkkaupinn Vestmannaeyjabær óskar eftir fjölnota íþróttahúsi. Mannvirkið er aflokað til að iðkendur íþrótta fái skjól fyrir veðrum.
Verkið nær til alls undirbúnings, s.s. allrar hönnunar, gerð uppdrátta/ teikninga og verklýsinga, efnisöflunar, s.s. efnisskilgreiningu, pöntunar og uppsetningar, byggingu húsa s.s. uppsteypu, frágangs og lagna, innra eftirlits á framkvæmdatímanum og frágangi alls umhverfis sem raskast vegna framkvæmdarinnar.
Afhending útboðagagna frá: 11.09.2008
Kynningarfundur: 19.09.2008 kl. 14.00-16.00
Kynningarstaður: Týsheimili við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum.
Lok fyrirspurnartíma : 1.11.2008
Svarfrestur til: 4.11.2008
Opnunartími tilboða: 11.11.2008 kl. 10.00
Opnunarstaður tilboða: Umhverfis- og Framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar, Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjar.
Svartími tilboða: 6 vikur frá opnun tilboða.
Afhending gagna á geisladiski fer fram á skrifstofu Umhverfis- og Framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjum. Sími 488-5030. Einnig er hægt að óska eftir gögnum á netfanginu umhverfissvid@vestmannaeyjar.is