Fara í efni
11.09.2008 Fréttir

ÚTBOÐ FJÖLNOTA ÍÞRÓTTAHÚS

Umhverfis- og Framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir tilboðum í Fjölnota íþróttahús ásamt búnaði.

Deildu

Verkkaupinn Vestmannaeyjabær óskar eftir fjölnota íþróttahúsi. Mannvirkið er aflokað til að iðkendur íþrótta fái skjól fyrir veðrum.

Verkið nær til alls undirbúnings, s.s. allrar hönnunar, gerð uppdrátta/ teikninga og verklýsinga, efnisöflunar, s.s. efnisskilgreiningu, pöntunar og uppsetningar, byggingu húsa s.s. uppsteypu, frágangs og lagna, innra eftirlits á framkvæmdatímanum og frágangi alls umhverfis sem raskast vegna framkvæmdarinnar.

Afhending útboðagagna frá: 11.09.2008
Kynningarfundur: 19.09.2008 kl. 14.00-16.00
Kynningarstaður: Týsheimili við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum.
Lok fyrirspurnartíma : 1.11.2008
Svarfrestur til: 4.11.2008
Opnunartími tilboða: 11.11.2008 kl. 10.00

Opnunarstaður tilboða: Umhverfis- og Framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar, Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjar.

Svartími tilboða: 6 vikur frá opnun tilboða.

Afhending gagna á geisladiski fer fram á skrifstofu Umhverfis- og Framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjum. Sími 488-5030. Einnig er hægt að óska eftir gögnum á netfanginu  umhverfissvid@vestmannaeyjar.is