Fara í efni
12.10.2022 Fréttir

Út í sumarið - Lokahóf

Mánudaginn 24. október kl 14:00 ætlum við að halda lokahóf fyrir verkefnið „Út í sumarið“ í félagsheimilinu Kviku (3. Hæð) við Heiðarveg.

Deildu

Allir 67 ára og eldri eru velkomnir sama hvort þeir hafi tekið þátt í öðrum viðburðum eða ekki. Boðið verður upp á veitingar, gítarspil og gott spjall eins og góðu boði sæmir.

Það þarf að skrá sig á viðburðinn á facebook síðu Vestmannaeyjabæjar eða facebook síðu FEBV fyrir miðvikudaginn 19. október. Einnig er hægt að senda tölvupóst á thelma@vestmannaeyjar.is.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja Thelma og Kolla.