Okkur til mikillar gleði hefur Vestmannaeyjabær fengið styrk frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu til að auka félagstarf fullorðinna eftir áhrif Covid-19. Verkefnið Út í sumarið hefst í næstu viku þar sem öllum sem eru 67 ára eða eldri er boðið upp á að taka þátt í ýmsum viðburðum. Fyrsti dagurinn verður miðvikudagurinn 15. Júní, svo endilega takið daginn frá. Nánari upplýsingar um viðburðinn koma í byrjun næstu viku.
Hlökkum til sumarsins með ykkur
Thelma og Kolla
