Það sem af er sumri höfum við verið með tvo viðburði. Við byrjuðum á að fara í heimsókn í Fab lab þar sem Frosti tók vel á móti okkur og fræddi okkur um sterfsemina þar. Það kom mörgum á óvart hversu öflugt og flott starf er unnið í Fab lab. Í þessari viku fórum við svo í rútuferð um Eyjuna í samstarfi við Viking Tours. Þar voru sagðar margar skemmtilegar sögur og Eyjan fagra græna skoðuð í dásamlegu veðri. Tekið var hlé á bíltúrnum og farið í Tvistinn þar sem Biggi bauð öllum hópnum upp á ís í sólinni. Þetta var hinn skemmtilegasti ísbíltúr. Við viljum þakka Gunnari Inga og Auði hjá Viking Tours og Bigga í Tvistinum fyrir okkur. Næsti viðburður verður í ágúst og verður auglýstur síðar.
Ef þú ert með skemmtilega hugmynd eða ert tilbúinn að bjóða okkur að koma í heimsókn og kynna fyrir okkur starfsemi þíns/ykkar fyrirtækis langar okkur mjög mikið að heyra frá þér/ykkur. Sendið póst á thelma@vestmannaeyjar.is
