Við ætlum að hittast á Gott þar sem Siggi mun taka á móti okkur og segja okkur frá ferlinu við að búa til ís, sem er nýjasta verkefnið þeirra. Síðan verður boðið upp á að smakka afraksturinn, kaffibolla og skemmtilegt spjall á eftir. Allir íbúar Vestmannaeyja sem eru 67 ára og eldri eru hjartanlega velkomnir. Vonumst til að sjá sem flesta.
Kveðja Thelma og Kolla
