Við ætlum að hittast á Skansinum kl 13:00 klædd eftir veðri (auðvitað verður sól og logn eins og alltaf í Eyjum). Farið verður í létta göngu með leiðsögn frá Viking Tours sem endar á Vigtinni bakhús þar sem boðið verður upp á kaffi, sætabrauð og gott spjall. Hvetjum við alla 67 ára og eldri til að koma og gera sér glaðan dag með okkur. Gott væri ef fólk gæti skráð sig undir færslunni á facebook síðu Vestmannaeyjabæjar svo við getum áttað okkur á fjöldanum, en þeir sem hafa ekki tök á því eru samt sem áður velkomnir.
Hlökkum til að hitta ykkur.
Thelma og Kolla
