Björgunarfélag Vestmannaeyja aðstoðar fólk sem ekki hefur tök á að hreinsa frá sínum eignum og er tekið við skráningum í upplýsingasíma Vestmannaeyjabæjar 488-2535.
Að gefnu tilefni skal bent á nokkur atriði varðandi hreinsun á ösku:
#Setja skal ösku í poka við eða á gangstétt. Vörubifreiðar á vegum Vestmannaeyjabæjar munu síðan aka um bæinn og safna upp pokunum.
#Tekið er við gosefnum í Sorpu
#Aftengja skal niðurföll af þökum eða stífla þar sem aska sem blotnar sest til í holræsakerfum og stíflar þau.
#Ekki er æskilegt að spúla ösku niður í gatnaniðurföll þar sem þau geta stíflast. Best er að sópa sem mestu af öskunni og setja í poka.
#Fólk er beðið um að aka rólega vegna mikils ryks og sýna biðlund. Slökkvilið, Björgunarfélag og starfsmenn Vestmannaeyjabæjar eru að störfum en verkefnin eru það mörg að ekki er mögulegt að komast yfir öll verkefni jafnóðum.
Allt kapp verður lagt á hreinsun og engu til sparað. Ákvörðun hefur verið tekin um að hreinsa eins og þetta verði eina öskufallið. Ef við fáum ítrekað öskufall, þá verður hreinsast í hvert skipti eins og að það sé seinasta skiptið.