Undanfarin ár hefur Grunnskóli Vestmannaeyja keppt við nemendur úr Grunnskóla Þorlákshafnar. Ýmist hafa nemendur frá Þorlákshöfn komið hingað eða nemendur GRV farið til Þorlákshafnar. Átta nemendur kepptu fyrir hönd Grunnskóla Vestmannaeyja og að þessu sinni unnu tveir nemendanna okkar til verðlauna. Það eru Svanhildur Eiríksdóttir í fyrsta sæti og Díana Dögg Magnúsdóttir sem hlaut 3. sætið. Geta má þess að keppnin var jöfn og spennandi og stóðu nemendur Grunnskóla Vestmanneyja sig með sóma. Við sendum nemendum, kennurum og foreldrum hamingjuóskir með frammistöðu barnanna og framkomu sem var til fyrirmyndar !
Fjölskyldu- og fræðslusvið
Erna Jóhannesdóttir
fræðslufulltrúi