Í aðalskipulagi Vestmannaeyja er fjallað um mikilvægi þess að byggja upp leiksvæði og hefur því verið fylgt eftir undangarin ár, m.a. með því að tryggja fjármagn til uppbyggingar.
Áhersla er á virkan lífsstíl sem miðar að því að Eyjamenn geti samtvinnað athafnir daglegs lífs við hreyfingu og útivist. Í Vestmannaeyjum er góð aðstaða til íþróttaiðkunnar og útivistar. Uppbygging leikvalla er innan íbúabyggðar og hefur verið markmið að heimili hafi aðgengi að leikvelli í stuttri göngufjarlægð.
Áhersla hefur verið á endurbætur á skólalóðum GRV, bæði við Hamarsskóla og Barnaskólann, auk skólalóða leikskólanna. Skólalóðirnar hafa tekið verulegum breytingum. Nú síðast var skólalóðin við Kirkjugerði lagfærð og miðuðu endurbætur við að mæta þörfum yngstu barnanna. Næst verður hugað að aðstöðu fyrir yngstu börnin á skólalóðinni á Sóla.
Varðandi leikvelli í íbúabyggð hefur leiksvæðið við Búastaðabraut verið lagfært með nýjum tækjum, nýtt leiksvæði verið byggt upp á svæði á milli Illugagötu og Brimhólabrautar og endurbætt leiksvæði við Dverghamar. Næstu svæði í vinnslu og stefnt er að ljúka við í sumar, eru við Búhamar, Hrauntún og Brattagötu. Jafnramt verður leiksvæði komið upp á Vigtartorginu og haldið áfram að lagfæra skólalóðirnar.
Unnið er eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi um aðstöðu leikvalla, m.a. með fjölbreyttum leiktækjum, góðu undirlag, gervigrasi, tartanteppi og öryggishellum. Lögð er áhersla á snyrtilegt upplýst umhverfi, gróðri, nestisbekkjum og ruslafötum.
Myndir sem fylgja fréttinni eru af nýrri aðstöðu ungbarna á leikskólanum Kirkjugerði.
